myndlistasýning í Víðihlíð

Finissage (Lokahóf) Innríms

vidihlid_profill

Við bjóðum til Finissage, lokahófs, sýningarinnar Innríms í Víðihlíð við Kleppsspítala laugardaginn 13. apríl frá 16-19.

Öllum vinum sýningarinnar er boðið að koma og gleðjast með okkur þegar sýningu lýkur. Athugið að þetta er síðasti möguleiki á að sjá þessa sérstæðu sýningu!

Í þessu tilefni kemur Helga Þórsdóttir til með að flytja nýjan performans sem ber heitið LANDSFEÐUR og er undir áhrifum tilvonandi kosninga.
Perforansinn verður fluttur kl. 17.