myndlistasýning í Víðihlíð

FRÉTTATILKYNNING

FRÉTTATILKYNNING

Innrím
Sýning í Víðihlíð Landspítala Kleppi
Björk Guðnadóttir, Helga Óskarsdóttir, Helga Þórsdóttir,
Hlynur Helgason, Karlotta Blöndal og Ólöf Björnsdóttir
-
Opnun föstudaginn 1. mars kl. 18
Sýningin er opin föstudaga til sunnudaga frá kl. 14–17

til 31. mars 2013

Innrím er staðbundin sýning sex listamanna í Víðihlíð við Klepp.
Húsnæðið var lengi vel dvalarstaður sjúklinga á Kleppsspítala sem voru að reyna að aðlaga sig á ný að lífinu utan spítalans. Nú stendur til að taka húsnæðið á ný í notkun sem félags- og starfsstöð fyrir nýgreinda geðrofssjúklinga þar sem tónlist sem og myndlist skipa mikilvægan sess.
Það er í tengslum við þau tímamót sem þessi sýning á sér stað, sýning sem tekst á fjölbreyttan hátt á við sögu staðarins, Kleppsspítala, rými hússins sjálfs sem er lýsandi og til merkis um fjölbreytta sögu og umhverfis þess. Það er von okkar að sýningin verði liður í að kynnast þessum þáttum nánar og að hún verði nýrri starfsemi gott vegarnesti til framtíðar.
Á meðfylgjandi skjali má fá nánari upplýsingar um listamenninga og áherslur hennar auk þess sem greinargóðar upplýsingar er að finna á vefsíðu sýningarinnar: Http://innrim.this.is
-
Nánari upplýsingar um sýninguna veita listamenn eftir föngum..
-
Björk Guðnadóttir, s. 694 7724
Hlynur Helgason, s. 661 8723
Helga Óskarsdóttir, s. 699 5652
Helga Þórsdóttir, s. 848 5030
Karlotta Blöndal: s. 846 5042
Ólöf Björnsdóttir, s. 848 4583